Gagnasafn Stjórnlagaþings

Eitt af hlutverkum stjórnlaganefndar samkvæmt lögum nr. 90/2010 um stjórnlagaþing er að safna gögnum til handa þingfulltrúum stjórnlagaþings. Í ljósi þess hlutverks er hér að finna rafrænt gagnasafn þar sem nálgast má ýmis konar efni er tengist stjórnarskrármálefnum og stjórnskipan. Efnið er ætlað fyrir stjórnlagaþingsfulltrúa en almenningur og þeir sem hafa áhuga á stjórnarskrármálefnum eru eindregið hvattir til að kynna sér efnið.

Auk inngangsorða að íslenskri stjórnskipan má nálgast efni um hvaðeina er varðar stjórnarskrá í skjalasafni okkar og undir hlekknum tenglasafn. Sem dæmi má nefna greinar, fræðirit eða fréttaefni sem tengist stjórnskipun eða stjórnarformi ríkis, sem og samanburð við stjórnskipun annarra ríkja. Ítarefnið er ætlað til fróðleiks, en endurspeglar ekki skoðanir annarra en höfundar viðkomandi efnis.

Hér má finna núgildandi stjórnarskrá:
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944

Greinasafn

Hér má finna greinar, fræðirit, skýrslur og frumvörp sem tengjast stjórnskipan með einum eða öðrum hætti. Efnið hefur verið flokkað, sjá stikuna hér hægra megin. Ef smellt er á yfirflokk er að finna allt efni er tengist viðkomandi flokki, en þá er hægt að finna frekari niðurnjörvun efnis í undirflokki. Höfundar og útgefendur hafa gefið leyfi til birtingar efnis á vef stjórnlagaþings. Ekki er ætlast til að efnið sé fjölritað eða dreift á annan hátt og er þess óskað að notendur efnis sýni því tilhlýðilega virðingu og virði höfundarrétt.

Tenglasafn

Hér höfum við safnað saman áhugaverðum tenglum á síður sem fjalla um málefni stjórnlagaþings á einn eða annan hátt.

Stjórnarskrár annara ríkja

Greinar og skýrslur

Tengdar síður

Grunnhugtök íslenskrar stjórnskipunar

Stjórnskipun og stjórnarskrá

Íslensk stjórnskipun byggir á skráðu plaggi, stjórnarskránni. Stjórnarskráin er hornsteinn íslenskrar stjórnskipunar. Hún mælir fyrir um stjórnskipulag, hvaða stofnanir skuli fara með ríkisvald og teflir fram grundvallarréttindum borgaranna. Hér má finna upplýsingar um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, um sögu og tilurð hennar auk yfirlits um íslenskt stjórnskipulag.

Lesa meira

Undirstöður og megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar

Hér er farið stuttlega yfir nokkrar þær grundvallarreglur sem stjórnskipan íslenska ríkisins byggir á. Helstu hugtök stjórnskipunar eru skýrð, svo sem: sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar og lýðveldisstjórnarform auk þess reynt er að svara stuttlega spurningum eins og hvað sé lýðræði og hvað sé þingræði.

Lesa meira

Mannréttindi

Mannréttindi eru ein af grunnstoðum stjórnskipulagsins. Í stjórnarskrám flestra vestrænna ríkja eru ákvæði sem mæla fyrir um stöðu borgaranna, einkum gagnvart ríkinu en einnig í innbyrðis samskiptum sín á milli. Hér verður stuttlega greint frá mannréttindum í íslensku stjórnskipulagi, uppruna mannréttinda og þróun þeirra á alþjóðavettvangi.

Lesa meira

Hverjir fara með ríkisvald? Löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald

Hér er að finna upplýsingar um æðstu handhafa ríkisvaldsins. Í stjórnskipun okkar er byggt á þrígreiningu ríkisvalds. Samkvæmt 2. gr.stjórnarskrárinnar fara Alþingi og forseti saman með löggjafarvald, forseti og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald.

Lesa meira

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Þjóðaratkvæðagreiðsla er oft í pólitískri og stjórnskipulegri umræðu leið sem nýtur almenns fylgis til þess að efla beint lýðræði. Með þjóðaratkvæði skapast möguleiki fyrir hinn almenna borgara til þess að taka milliliðalaust þátt í ákvörðunartöku í stað þess að ákvörðun sé tekin af þjóðkjörnum fulltrúum eins og almennt á við þar sem fulltrúalýðræði ríkir. Í sumum ríkjum eru þjóðaratkvæðagreiðslur ekki viðhafðar og í öðrum einungis sem varnagli við fulltrúalýðræðið. Hér verður rakin tilurð þjóðaratkvæðis í ríkjum innan Evrópu og tekin valin dæmi um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnskipan annarra ríkja.

Lesa meira

Helstu hugtök um stjórnarskrá og stjórnskipun

Hér er að finna hugtakasafn er tengjast stjórnarskrá og stjórnskipun. Hvert hugtak er útskýrt stuttlega en erfitt er að gera hugtakasafn sem er tæmandi yfir öll þau mikilvægu atriði sem tengjast stjórnskipuninni, en það er þó ætlað sem hjálp við fróðleiksfúsa þjóðfundarþátttakendur og aðra.

Lesa meira