Stjórnlagaþing 2011

Kosning til Stjórnlagaþings fór fram þann 27. nóvember 2010 og samkvæmt henni voru 25 þingfulltrúar kosnir til Stjórnlagaþings. Stjórnlagaþinginu var ætlað samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 90/2010, að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010. Þingið átti að koma saman í febrúar 2011 og standa í tvo til fjóra mánuði. Þrjár kærur bárust Hæstarétti Íslands um kosningarnar til Stjórnlagaþings. Munnlegur málflutningur um kærurnar fór fram í Hæstarétti þann 12. janúar 2011 og þann 25. janúar 2011 ákvarðaði Hæstiréttur Íslands að ógilda kosningu til Stjórnlagaþings.Hægt er að nálgast ákvörðun Hæstaréttar á vefsíðu hans haestirettur.is.

Fréttir

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands - Libia Castro og Ólafur Ólafsson

10.02.2011 10:39

Þann 12. febrúar verður lifandi flutningur verksins Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í Hafnarborg. Listamennirnir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson unnu verkið í samstarfi við tónskáldið Karólínu Eiríksdóttur sem samdi tónverk við allar 81 grein stjórnarskrár Íslands.

Lesa meira

Framkvæmd, úrslit og ógilding kosninganna

02.02.2011 10:38

Málfundur á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ um kosningu til stjórnlagaþings verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar kl. 12:00-13:45 í fundarsal Þjóðminjasafnsins

Lesa meira

Á hvaða sjónarmiðum er ákvörðun Hæstaréttar reist og hverjar eru afleiðingarnar?

31.01.2011 13:37

Lagadeild Háskóla Íslands heldur opinn fund um ógildingu kosninga til Stjórnlagaþings á morgun, þriðjudaginn 1. febrúar kl. 12-13.30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Lesa meira